Rigning Úrkoma í Grundarfirði mældist 227 mm þann 14. júlí.
Rigning Úrkoma í Grundarfirði mældist 227 mm þann 14. júlí. — Morgunblaðið/Eggert

Úrkoma var sú mesta sem hefur mælst í júlímánuði á Ásgarði, Lambavatni og Hjarðarfelli á Vesturlandi. Það var óvenjublautt og þungbúið á suðvestan- og vestanverðu landinu en þurrara og sólríkara á Norður- og Austurlandi. Þetta kemur fram í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar.

Hlýjast var á Norðausturlandi en kaldast á Suðvesturlandi. Hæsti hiti mánaðarins mældist á Egilsstaðaflugvelli 14. júlí, þá 27,5 stig. Lægsti hiti mældist á Gagnheiði, þá 5,7 stig.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 110,9 sem er 73,9 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á meðan mældust sólskinsstundir á Akureyri 22,5 stundum yfir meðallagi fyrir sama tímabil eða 175,0 stundir.

Úrkomusamur mánuður

Það var mikið vatnsveður á Vesturlandi, þá sérstaklega á Snæfellsnesi

...