Þótt setningarathöfn Ólympíuleikanna hafi komið ansi vel út í sjónvarpi er óhætt að segja að hún hafi verið stórslys fyrir þá sem voru á staðnum. Hugmyndin að láta báta sigla niður ána Signu með keppendur og fylgdarlið þeirra hljómaði vel á pappír og á teikningum fyrir leikana

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Þótt setningarathöfn Ólympíuleikanna hafi komið ansi vel út í sjónvarpi er óhætt að segja að hún hafi verið stórslys fyrir þá sem voru á staðnum. Hugmyndin að láta báta sigla niður ána Signu með keppendur og fylgdarlið þeirra hljómaði vel á pappír og á teikningum fyrir leikana. Útkoman var hins vegar ömurleg.

Margt fólk borgaði tugi þúsunda til að vera viðstatt athöfnina en fékk afar lítið fyrir sinn snúð. Bátarnir sigldu hratt fram hjá áhorfendapöllunum og voru síðan horfnir örfáum sekúndum síðar.

Þá voru skemmtiatriði víða um borgina sem þýddi að fólkið á áhorfendapöllunum sá þau ekki, nema á stórum skjáum. Fólk var því að borga háar fjárhæðir til að sjá báta sigla hratt og horfa á skemmtiatriði í sjónvarpinu saman.

Til að bæta gráu ofan á svart var algjört úrhelli allan tímann og fólk fór

...