Iðunn Andrésdóttir

idunn@mbl.is

Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri í Hornafirði, segir uppbyggingu sveitarfélagsins í fullum gangi. Samfélagið sé ört vaxandi og uppbygging innviða mikil. Samfélagið sé vissulega breytt vegna uppvaxtar ferða- og kvikmyndaiðnaðarins á svæðinu. „Landslagið hérna er náttúrulega bara kvikmyndalandslag og er sviðsmynd ýmissa bíómynda, þáttaraða og auglýsinga,“ segir Sigurjón.

„En svo er náttúrulega líka smá galið að að svona lítið sveitarfélag sé með um 20 a la carte-eldhús,“ bætir hann við og skellir upp úr.

Sigurjón tók til starfa sem bæjarstjóri í Hornafirði fyrir tveimur árum og unir sér þar afar vel þrátt fyrir að vera nýr í sveitarfélaginu. Sjálfur er hann ættaður úr Eyjum og er búsettur í Flóahreppi.

...