Haukur Halldórsson myndlistarmaður lést 30. júlí sl. Haukur var fæddur 4. júlí 1937 að Stóra-Ási á Seltjarnarnesi, sonur Halldórs Ástvalds Sigurbjörnssonar og Valgerðar Ragnarsdóttur. Á sínum yngri árum starfaði Haukur við vegagerð og til sjós. Fór svo til náms við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík sem hann hvarf frá. Tók svo aftur upp þráðinn við myndlistarskóla í Kaupmannahöfn og nam þar 1959-1961.

Haukur byrjaði feril sinn sem auglýsingateiknari, en fór fljótlega út í myndlist. Í fyrstu teiknaði hann með kolum og varð þekktur fyrir teikningar sínar af tröllum. Hann hélt fjölda einkasýninga, nú síðast yfirlitssýningu í Ósló á þessu ári. Helstu viðfangsefni hans í myndlist voru norræn goðafræði, þjóðsögur og þjóðtrú. Hann vann einnig að handverki, til að mynda goðalíkneskja, við gerð skartgripa, húsgagna og líkana af mannvirkjum, má þar telja Fjörukránna í Hafnarfirði og líkanið af Edduheimum sem

...