„Þetta er furðuleg spurning. Og að þú af öllum mönnum skulir spyrja, þú, sem kaust Gísla Sveinsson, eins og allt þitt fólk.“ Bréfritari taldi ekkert upp úr því að hafa að segja sem svo: „Ég var nú bara fjögurra ára, þegar þessar kosningar fóru fram.“ Það hefði jólaboðinu þótt ótæk rök. Svo málið var látið kyrrt liggja.
Á Austurvelli.
Á Austurvelli. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sagt var að einungis þrjú hundruð manns hefðu mætt á Austurvöll til að samfagna nýjum forseta og fjölskyldu hans á innsetningardegi. Það má vera. En þær tölur segja þó ekki mikla sögu, þar sem veðurspár voru mjög óhagfelldar og mikil rigning, nánast skýfall, varð skömmu fyrir athöfnina. Dró það vafalaust kjark úr mörgum manni til þátttöku í þessari virðulegu útihátíð. Margir hafa þess í stað látið nægja að fylgjast með útsendingum miðla, sem sýndu velskipulagða og virðingarverða athöfn, sem fylgdi, eins og sjálfsagt er, viðteknum venjum.

Valdaleysið er ekki vandi

Það vefst fyrir mörgum að embætti forseta Íslands, sem slíkt, sé ekki valdamikið, enda ef svo háttaði til hér á landi myndu þeir kjósendur, sem „yrðu undir“ í baráttunni um forsetaembættið, þurfa mun lengri tíma til að jafna sig eftir úrslit slíkra kosninga, hefði

...