Joshua Cheptegei frá Úganda varð í gærkvöld ólympíumeistari í 10.000 metra hlaupi karla í París eftir gríðarlega harða keppni. Cheptegei, sem er þrefaldur heimsmeistari og handhafi heimsmetsins, setti nýtt ólympíumet, 26:43,14 mínútur, og bætti…

Joshua Cheptegei frá Úganda varð í gærkvöld ólympíumeistari í 10.000 metra hlaupi karla í París eftir gríðarlega harða keppni. Cheptegei, sem er þrefaldur heimsmeistari og handhafi heimsmetsins, setti nýtt ólympíumet, 26:43,14 mínútur, og bætti gamla metið um heilar 24 sekúndur en Kenenisa Bekele hljóp á 27:07,17 mínútum í Peking árið 2008.

Fyrsta heimsmetið í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í París féll strax í undanrásum í gærkvöld þegar blönduð sveit Bandaríkjanna sló metið í 4x400 metra boðhlaupi. Sveitina skipa þau Vernon Norwood, Shamier Little, Bryce Deadmon og

...