Árni Matthíasson arnim@mbl.is Annað tölublað Ritsins 2021, tímarits Hugvísindastofnunar, var lagt undir ástarrannsóknir og í eins konar inngangi að því sem á eftir fylgir, segja þau Berglind Rós Magnúsdóttir, Torfi Tulinus, Guðrún Steinþórsdóttir og …
Tilfinningabeygja Berglind Rós Magnúsdóttir stofnaði ástarrannsóknafélag með Silju Báru Ómarsdóttur.
Tilfinningabeygja Berglind Rós Magnúsdóttir stofnaði ástarrannsóknafélag með Silju Báru Ómarsdóttur. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Árni Matthíasson

arnim@mbl.is

Annað tölublað Ritsins 2021, tímarits Hugvísindastofnunar, var lagt undir ástarrannsóknir og í eins konar inngangi að því sem á eftir fylgir, segja þau Berglind Rós Magnúsdóttir, Torfi Tulinus, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir að undanfarin ár hafi áherslan í hug- og félagsvísindum „orðið æ meir á svið tilfinninga. Hefur þetta verið nefnt „tilfinningabeygjan“ í akademískum rannsóknum“, en í heftinu er einnig gagnrýnin rannsóknarhefð kynnt, svokallaðar „ástarrannsóknir“.

Í Dagmálsviðtali segir Berglind að það séu til margir mismunandi angar af ástarrannsóknum, en í fyrsta lagi megi segja að listin hafi átt ástina óskipta og bókmenntirnar þar ekki síst. „Bókmenntahefðin byggir auðvitað á því að rannsaka

...