Í gær úrskurðaði bandarískur alríkisdómari að bandaríska tæknifyrirtækið Google væri í einokunarstöðu og að markaðsstaða fyrirtækisins bryti þar með gegn bandarískum samkeppnislögum. Niðurstaða dómsins er talin mikill sigur fyrir bandaríska…
Tækni Google er ein vinsælasta og mest notaða leitarvélin á netinu.
Tækni Google er ein vinsælasta og mest notaða leitarvélin á netinu.

Í gær úrskurðaði bandarískur alríkisdómari að bandaríska tæknifyrirtækið Google væri í einokunarstöðu og að markaðsstaða fyrirtækisins bryti þar með gegn bandarískum samkeppnislögum.

Niðurstaða dómsins er talin mikill sigur fyrir bandaríska dómsmálaráðuneytið, en það hefur að undanförnu reynt að koma böndum yfir stór bandarísk tæknifyrirtæki á borð við Google, sem að þeirra mati hafa sýnt fram á einokunartilburði í samkeppni við aðra markaðsaðila.

Gera neytendum erfitt fyrir að velja leitarvél sjálfir

Í dómnum sagði einnig að Google hefði viðhaldið einokunarstöðu sinni yfir leitarþjónustu og textaauglýsingum með ólöglegum hætti. Það hafi fyrirtækið gert með sérstökum notkunarsamningi við önnur stórfyrirtæki á borð við Apple, en sjálfgefin leitarvél iPhone síma er einmitt Google. Það gerir það að verkum

...