Rachel Reeves
Rachel Reeves

Eitt af því sem hjálpaði við að fleyta Verkamannaflokknum breska til valda í nýafstöðnum kosningum er að hann var óljós um áform sín þegar kemur að sköttum. Rachel Reeves, fjármálaráðherra flokksins, gætti sín vandlega fyrir kosningar á því hvernig hún orðaði áform flokksins í skattamálum og lagði áherslu á að flokkurinn mundi ekki hækka skatta „á vinnandi fólk“ og gaf með því í skyn að engar skattahækkanir væru fram undan.

Í viðtali í vikunni sagði nýi fjármálaráðherrann hins vegar að hún teldi að nauðsynlegt væri að hækka skatta. Útfærslan liggur ekki fyrir en hærri skattur á fjármagnstekjur er líklegur og sömuleiðis hærri erfðafjárskattur, hvort tveggja skattar sem vinstri menn hafa sérstakt dálæti á að hækka. Þá er talið að skattfríðindi vegna lífeyrisframlaga kunni að verða takmörkuð frá því sem nú er, sem og að skattar verði auknir á frístundahús svo nokkuð sé nefnt.

...