— Ljósmynd/AJ Hackett

Þeir Þór Bæring og Bolli Már ræða verkefni sem þeir vilja krossa af lista sínum áður en þeir fara í sumarlandið. Hafa þeir báðir prófað ýmislegt spennandi á ævinni en eiga þó nokkuð eftir sem þá langar að gera að minnsta kosti einu sinni.

Þór spyr Bolla hvort hann myndi langa að prófa teygjustökk en hann svarar neitandi. Bolli útskýrir þá að hann telur að teygjustökk sé ekki gott fyrir mann. Þór kveðst hafa prófað teygjustökk áður og staðfestir ályktun Bolla.

„Ég held að það sé eitt það versta sem ég hef prófað í mínu lífi,“ segir hann. Meira á k100.is.