Verulegur titringur var á japönskum hlutabréfamarkaði á mánudag og veiktist Nikkei-vísitalan um 12,4% en vísitalan hefur ekki lækkað svo skarplega á einum degi síðan árið 1987. Greinendur rekja þróunina m.a
Högg Vegfarandi gengur fram hjá upplýsingaskilti eftir lokun markaða á mánudag. Nikkei lækkaði um 4.451 stig og endaði í 31.458 stigum.
Högg Vegfarandi gengur fram hjá upplýsingaskilti eftir lokun markaða á mánudag. Nikkei lækkaði um 4.451 stig og endaði í 31.458 stigum. — AFP/Richard A. Brooks

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Baksvið

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Verulegur titringur var á japönskum hlutabréfamarkaði á mánudag og veiktist Nikkei-vísitalan um 12,4% en vísitalan hefur ekki lækkað svo skarplega á einum degi síðan árið 1987.

Greinendur rekja þróunina m.a. til þess að á föstudag bárust þær fréttir frá Bandaríkjunum að hægt hefði á vinnumarkaðinum þar í landi en fjárfestar mátu tíðindin sem svo að vænta mætti minnkandi eftirspurnar eftir japönskum vörum á Bandaríkjamarkaði. Þá hefur japanska jenið styrkst nokkuð skarplega að undanförnu og tók gengið mikinn kipp í lok síðustu viku. Gagnvart bandaríkjadal er jenið núna um það bil 12% sterkara en það var í byrjun júlí með tilheyrandi áhrifum á samkeppnishæfni

...