30 ára Hanna Sigríður er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. „Það voru forréttindi að alast þar, upp, stutt í allt og með alla fjölskylduna nálægt mér. Skólinn var við rétt við hliðina á heimilinu og fótboltavöllurinn rétt hjá.“ Hanna mætti á fyrstu…

30 ára Hanna Sigríður er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. „Það voru forréttindi að alast þar, upp, stutt í allt og með alla fjölskylduna nálægt mér. Skólinn var við rétt við hliðina á heimilinu og fótboltavöllurinn rétt hjá.“ Hanna mætti á fyrstu fótboltaæfinguna sex ára og æfði með ÍBV bæði fótbolta og handbolta og frá 10. bekk bara handbolta fram að framhaldsskóla.“ Eftir stúdentspróf frá Framhaldsskóla Vestmannaeyja flutti hún til Reykjavíkur 2017 ásamt kærastanum Jóni Friðjónssyni og fór í eitt ár í kennaranám. Þá ákvað hún að skipta um gír og læra hjúkrunarfræði og útskrifaðist árið 2022. Núna starfar hún sem hjúkrunarfræðingur á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild Landspítalans.

Fjölskylda Sambýlismaður Hönnu er Jón Friðjónsson, f. 1994, vaktstjóri hjá Lýsi hf. Þau eiga soninn Hákon Orra, f. 2023. Foreldrar Hönnu eru hjónin Inga Hanna Andersen, f. 1965, stuðningsfulltrúi í Grunnskóla Vestmannaeyja, og Agnar Ingi Hjálmarsson, f. 1966,

...