Þurfum við ekki í öllu okkar lífi að reyna að hafa áhrif til góðs, í uppeldi, menntun barna og ungmenna, samskiptum, hugsunum, orðum og gjörðum?
Gunnar Kvaran
Gunnar Kvaran

Gunnar Kvaran

Í þeim heimi sem við lifum í er lífsstíll okkar oft litaður af firringu alls þess írafárs sem dynur sífellt á okkur úr öllum áttum. Þetta ofuráreiti reynir mikið á okkur og við slíkar aðstæður þarf að hafa mikinn andlegan styrk og æðruleysi til að bera, svo andlegt og líkamlegt jafnvægi sé tryggt. Mörgum reynist þetta áreiti ofurefli og hljóta af þessu skaða bæði á líkama og sál. Sérstaklega eru börn og ungmenni í áhættuhópi þegar kemur að þessum áhrifum.

Tæknibyltingin hefur getið af sér margs konar tæki og tól sem auðvelt er að misnota. Þar höfða ég til tölva, snjallsíma og ýmissa annarra tækja. Þessi tæki hafa í mörgum tilfellum náð ofurvaldi í lífi fólks. Í tilfelli barna og ungmenna er orsök misnotkunar á tölvum og símum oft skortur á þroska, reynslu og dómgreind. Þau þarf að fræða svo þau geti umgengist þessi tæki án þess að bera

...