Margir fylgjast spenntir með þeim öru framförum sem nú eiga sér stað á sviði gervigreindar og reikna með að þessi nýja tækni muni gjörbylta atvinnulífinu. Gervigreindartækni hefur t.d. nú þegar sannað gildi sitt sem gott verkfæri fyrir forritara og…
Rúna Magnúsdóttir
Rúna Magnúsdóttir

Margir fylgjast spenntir með þeim öru framförum sem nú eiga sér stað á sviði gervigreindar og reikna með að þessi nýja tækni muni gjörbylta atvinnulífinu. Gervigreindartækni hefur t.d. nú þegar sannað gildi sitt sem gott verkfæri fyrir forritara og er því spáð að gervigreind muni geta farið tiltölulega létt með sum af þeim reglubundnari verkefnum sem lenda á borði lögfræðinga, bókara og endurskoðenda, svo að nokkur dæmi séu nefnd.

Rúna Magnúsdóttir bendir á að gervigreind muni líka verða mikilvægt verkefni fyrir stjórnendur og muni nýtast þeim á fjölmarga vegu. Rúna er ráðgjafi og leiðtogamarkþjálfi og hefur að undanförnu verið að gera tilraunir með sitt eigið spjallmenni sem hugsað er sem gervigreindarmarkþjálfi til að hjálpa leiðtogum og teymum þeirra. Spjallmennið, sem hefur fengið nafnið BeBBY, mataði Rúna á þeim gögnum sem hún hefur búið til og sankað að sér á löngum ferli

...