Nicolás Maduro
Nicolás Maduro

Saksóknarar í Venesúela tilkynntu í gærkvöldi að þeir ætluðu að ákæra leiðtoga stjórnarandstöðunnar fyrir að draga niðurstöður forsetakosninganna um þarsíðustu helgi í efa. Þá hafi þeir hvatt til óhlýðni, uppreisnar og samsæris.

Þeim Edmundo Gonzalez Urrutia, forsetaefni stjórnarandstöðunnar, og Mariu Corina Machado, leiðtoga hennar, er m.a. gefið að sök að hafa „tilkynnt rangan sigurvegara“, það er, einhvern annan en Nicolás Maduro forseta, en stjórnarandstaðan hefur lýst því yfir að hún hafi gögn sem sanni að González sé ótvíræður sigurvegari kosninganna og rétt kjörinn forseti.

Stjórnarandstaðan biðlaði seint í gærkvöldi til hersins að „taka afstöðu með þjóðinni“ og snúast gegn Maduro.