Með uppbyggðum vegi yfir hálendið eyðileggja menn strax tækifærið, sem þeir fá aðeins einu sinni til að rjúfa alla vetrareinangrun byggðanna.
Guðmundur Karl Jónsson
Guðmundur Karl Jónsson

Guðmundur Karl Jónsson

Síðustu árin hefur Bændablaðið birt greinar um vegagerð yfir hálendið, sem stjórnendur Norðurvegar og nokkrir fyrrverandi landsbyggðarþingmenn leggja áherslu á til að stytta vegalengdina milli Reykjavíkur og Akureyrar. Hjá Náttúruverndarsamtökunum, sem hafa fyrr og síðar hótað málaferlum gegn öllum virkjunarframkvæmdum víða um land, fellur þessi framkvæmd í grýttan jarðveg sem eðlilegt er. Líkurnar á því að Vegagerðin geti haldið þessum vegi opnum, í meira en 700 m hæð um Kjöl, eru einn á móti milljón.

Kostnaðurinn við samfelldan snjómokstur á fjallvegum sem standa 300 metrum neðar yfir sjávarmáli er nógu mikill til að talsmenn fjárveitingavaldsins telji óhjákvæmilegt að setja hnefann í borðið. Vegfarendur geta alveg eins setið uppi með 80-90 metra veðurhæð á sekúndu, ef snjóþyngsli verða ekki stærsta vandamálið á hálendinu,

...