Helstu hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu fóru allir halloka í viðskiptum gærdagsins, en rótina mátti rekja til þess að á föstudaginn var greint frá því að 114.000 ný störf sköpuðust í Bandaríkjunum í júlímánuði en það var minna en…

Helstu hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu fóru allir halloka í viðskiptum gærdagsins, en rótina mátti rekja til þess að á föstudaginn var greint frá því að 114.000 ný störf sköpuðust í Bandaríkjunum í júlímánuði en það var minna en búist hafði verið við, á sama tíma og bandaríski seðlabankinn hafði ákveðið að lækka ekki stýrivexti sína.

Í Japan féll Nikkei-vísitalan um 12,4% og hefur hún ekki fallið jafnskarpt á einum degi frá árinu 1987. Var fallið þar bæði rekið til tíðindanna í Bandaríkjunum, sem og þróunar jensins, sem hefur styrkst mjög gagnvart bandaríkjadal að undanförnu. Er talið að sú þróun gæti leitt til minnkandi eftirspurnar vestanhafs eftir japönskum vörum.

Í Evrópu fylgdu markaðirnir í humátt á eftir Asíumörkuðnum, en FTSE-vísitalan í Lundúnum féll um 2% á meðan CAC40-vísitalan í Frakklandi féll um 1,4%

...