Hákon Þór Svavarsson hafnaði í 23. sæti af 30 keppendum í keppni í leirdúfuskotfimi með haglabyssu á sínum fyrstu Ólympíuleikum á laugardag, en skotkeppnin fór fram í Châteauroux, 270 kílómetra norður af París
Frumraun Hákon Þór Svavarsson keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í Châteauroux í Frakklandi um helgina og stóð sig með miklum ágætum.
Frumraun Hákon Þór Svavarsson keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í Châteauroux í Frakklandi um helgina og stóð sig með miklum ágætum.

Í Châteauroux

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Hákon Þór Svavarsson hafnaði í 23. sæti af 30 keppendum í keppni í leirdúfuskotfimi með haglabyssu á sínum fyrstu Ólympíuleikum á laugardag, en skotkeppnin fór fram í Châteauroux, 270 kílómetra norður af París.

Hákon lauk leik með 116 stig, en hann gerði sér lítið fyrir og var með fullt hús stiga, 25 stig, í fimmtu og síðustu umferðinni. Eru stigin 116 besti árangur Íslendings í greininni á Ólympíuleikum.

Gengur sáttur frá borði

Alfreð Karl Alfreðsson fékk 111 stig er hann hafnaði í 47. sæti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Eru þeir einu tveir Íslendingarnir sem hafa keppt í greininni á Ólympíuleikum.

...