Starbucks Kaffihúsakeðjan fræga hyggst opna kaffihús hér á landi.
Starbucks Kaffihúsakeðjan fræga hyggst opna kaffihús hér á landi. — AFP/Etienne Laurent

Kaffihúsakeðjan Starbucks mun á næstunni opna kaffihús á Íslandi en Berjaya Food International (BFI) hefur tryggt sér rekstrarréttinn á Íslandi, Danmörku og Finnlandi. BFI er alþjóðlegi armur malasíska fyrirtækisins Berjaya Food Berhad (BFood).

Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla um helgina kemur fram að BFI ætli sér stóra hluti í norrænu ríkjunum þremur. „Við munum koma með sterka innkomu á Íslandi, Danmörku og Finnlandi,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að lögð verði áhersla á að ráða heimamenn í þau störf sem skapast, og að versla við fyrirtæki í þeim löndum sem kaffihúsin verða starfræk, og verður þannig lögð áhersla á reynslu BFood í sölu á mat og drykk.

Dato’ Sydney Quays, framkvæmdastjóri Berjaya Food Berhad, segir í tilkynningunni að félagið

...