Umferðin Lögreglan lét fólk blása við komuna í Landeyjahöfn á föstudag.
Umferðin Lögreglan lét fólk blása við komuna í Landeyjahöfn á föstudag. — Morgunblaðið/Eyþór

Mikil umferð var á þjóðveginum um allt land eins og iðulega er um verslunarmannahelgi. Umferðin á þjóðveginum var stórslysalaus eftir því sem næst verður komist og voru helstu afskipti lögreglu vegna hraðaksturs.

Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að helgin hefði verið tíðindalaus fyrir utan umferðarslys í Hvalfjarðargöngunum á föstudeginum.

Um tvö umferðarslys komu að borði lögreglunnar á Vesturlandi, þar með talið bílvelta í Hítardal, en hvorug alvarleg. Ásmundur K. Ásmundsson, starfandi yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir umferðina hafa verið sambærilega og um aðrar helgar yfir sumartímann. Það var eitthvað um hrað- og framúrakstur sem og voru nokkrir teknir fyrir ölvunarakstur.

Mikill umferðarþungi var

...