Gleði Djokovic grætur af gleði eftir að ólympíugullið var í höfn.
Gleði Djokovic grætur af gleði eftir að ólympíugullið var í höfn. — AFP/Miguel Medina

Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic tryggði sér sigur í úrslitaleik einliðaleiks á Ólympíuleikunum í París á sunnudag þegar hann lagði Spánverjann Carlos Alcaraz að velli, 2:0. Hann vann bæði fyrsta og annað sett 7:6 og þar með til langþráðra gullverðlauna á leikunum.

Djokovic, sem er 37 ára gamall, er aðeins þriðji karlinn í sögunni sem vinnur til ólympíugulls ásamt því að hafa unnið öll fjögur risamótin í greininni.

Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles vann til þriðju gullverðlauna sína á leikunum um helgina þegar hún reyndist hlutskörpust í stökki. Alls hefur Biles unnið til sjö gullverðlauna, tvennra silfurverðlauna, þar á meðal á gólfi í gær, og tvennra bronsverðlauna á þrennum Ólympíuleikum.

Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles vann í 100 metra hlaupi karla á sunnudag þegar hann kom fyrstur í mark á sjónarmun. Lyles var einungis fimm þúsundustu hlutum úr sekúndu á undan Kishane Thompson frá Jamaíka, sem hafnaði í öðru sæti. Báðir hlupu þeir á 9,79

...