Ólympíuleikarnir eru alltaf mikil veisla fyrir íþróttaáhugamenn og líka hægt að njóta þeirra án þess að hafa nokkurn áhuga eða vit á íþróttum. Fimleikar eru gott dæmi, auðvelt að dást að fimi, styrk og nákvæmni keppenda án þess að hafa nokkurt vit á íþróttinni
Gull Katie Ledeckie er afrekskona í sundi.
Gull Katie Ledeckie er afrekskona í sundi. — AFP/Oli Scarff

Helgi Snær Sigurðsson

Ólympíuleikarnir eru alltaf mikil veisla fyrir íþróttaáhugamenn og líka hægt að njóta þeirra án þess að hafa nokkurn áhuga eða vit á íþróttum. Fimleikar eru gott dæmi, auðvelt að dást að fimi, styrk og nákvæmni keppenda án þess að hafa nokkurt vit á íþróttinni. Svo er líka hægt að hafa eitthvert vit á henni og þá sérstaklega ef maður hefur einhvern tíma stundað hana og keppt í henni. Sund er íþrótt sem margir Íslendingar hafa stundað og keppt í og leiðin að verðlaunapalli Ólympíuleika er ákaflega löng og ströng. Þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir hafa lokið keppni í sundi og voru þjóð sinni til sóma og ungu fólki til mikillar fyrirmyndar.

Í sundkeppni skipta sekúndubrot miklu máli og skera úr um hvort met sé á ferð eða ekki. Hefur vakið furðu á ÓL 2024 hversu fá met

...