Við eigum með öðrum orðum að vera vinir vina okkar og vingast ekki við óvini þeirra.
Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson

Ögmundur Jónasson

Þegar Alþingi samþykkti fjárstuðning vegna stríðsreksturs í Úkraínu til næstu ára þótti ekki ástæða til að senda þingmálið til umsagnar út í þjóðfélagið. Sagt var að um þetta ríkti einhugur á þingi og með þjóðinni. Svo er þó ekki leyfi ég mér að fullyrða.

Einhugur um Grindavík og Landspítala

Í árslok munu Íslendingar hafa veitt 10 milljarða til aðstoðar Úkraínu, meðal annars til vopnakaupa, og gert er ráð fyrir að lágmarki 4 milljarða árlegu framlagi vegna stríðsins þar næstu ár. Kostnaður vegna Grindavíkurhamfara hleypur á milljörðum og þykir ærinn. Um þann stuðning hygg ég þó að einhugur hafi ríkt. Sama hefði gilt um fjögurra milljarða viðbótarframlag til heilbrigðiskerfisins á Íslandi sem er við það að hrynja. Það vita þeir sem þar vinna og til kerfisins þurfa að

...