Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík styrktu stöðu sína á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu með sterkum útisigri á FH, 3:2, í Kaplakrika í Hafnarfirði í gærkvöldi. Víkingur er nú með 39 stig og níu stiga forskot á toppnum
Kaplakriki Víkingar fagna öðru af tveimur mörkum sem Valdimar Þór Ingimundarson skoraði og Sveinn Gísli Þorkelsson lagði upp í gærkvöldi.
Kaplakriki Víkingar fagna öðru af tveimur mörkum sem Valdimar Þór Ingimundarson skoraði og Sveinn Gísli Þorkelsson lagði upp í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Besta deildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík styrktu stöðu sína á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu með sterkum útisigri á FH, 3:2, í Kaplakrika í Hafnarfirði í gærkvöldi.

Víkingur er nú með 39 stig og níu stiga forskot á toppnum. Breiðablik er í öðru sæti með 30 stig og Valur í því þriðja með 28 stig. Blikar og Valsmenn eiga báðir tvo leiki til góða á Víkinga. FH er í fjórða sæti með 28 stig en hefur spilað 17 leiki.

Þrjú mörk í byrjun

Leikurinn í gærkvöldi byrjaði með miklum látum þar sem Helgi Guðjónsson skoraði áttunda deildarmark sitt í 17. leiknum eftir aðeins þriggja mínútna leik. Afgreiddi hann þá góða sendingu Ara Sigurpálssonar

...