Frískápur Rósa Björg Jónsdóttir við frískápinn sem er fljótur að tæmast.
Frískápur Rósa Björg Jónsdóttir við frískápinn sem er fljótur að tæmast. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Herdís Tómasdóttir

herdis@mbl.is

„Hugsunin á bak við frískápana sú að þú deilir mat, sem þú ætlar ekki að nota, með einhverjum sem getur notað hann svo neysluhæfur matur lendi ekki í rusli eða landfyllingu. Þetta er ekki hjálparstarfsemi heldur mega allir setja í og taka mat úr skápnum,“ segir Rósa Björg Jónsdóttir en hún er ein af þremur konum sem er með yfirumsjón með frískápnum við Neskirkju í Vesturbænum.

Uppruna frískápanna má rekja til 2021 er Kamila Walijewska og Marco Pizzolato komu fyrir frískáp við húsnæði Andrýmis við Bergþórugötu í miðborg Reykjavíkur. Núna þremur árum síðar má finna frískápa dreifða víða um land allt.

Fyllir á tvisvar á dag

Að sjá um frískápinn er fullt starf en í júlímánuði hafði Rósa Björg eytt hátt í sex klukkustundum á dag alla virka daga í það að sækja mat til að fylla á, en mest allt af matnum

...