Einbeittur Þórir á hliðarlínunni á Ólympíuleikunum í París á dögunum.
Einbeittur Þórir á hliðarlínunni á Ólympíuleikunum í París á dögunum. — AFP/Damien Meyer

Kvennalið Noregs í handknattleik, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, leikur til verðlauna á Ólympíuleikunum í París. Það varð ljóst eftir að norska liðið lagði það brasilíska örugglega að velli, 32:15, í átta liða úrslitum keppninnar í gærkvöldi.

Með því tryggði Noregur sér sæti í undanúrslitum þar sem liðið mætir Danmörku. Norska liðið leikur því að minnsta kosti um bronsverðlaunin á mótinu en freistar þess að ná í þriðja ólympíugullið í sögu kvennaliðsins. Undir stjórn Þóris varð Noregur ólympíumeistari á leikunum í Lundúnum árið 2012.

Í leiknum í gærkvöldi var Marit Jacobsen markahæst með sex mörk fyrir Noreg.

Svíþjóð hafði betur gegn Ungverjalandi, 36:32, eftir æsispennandi framlengdan leik og mætir Frakklandi í undanúrslitum. Eftir gífurlegt jafnræði með liðunum

...