Skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum árin 2017 til 2021 tafðist vegna breytinga innan Stjórnarráðsins og mennta- og barnamálaráðuneytisins, sem og á framkvæmd verkefna vegna tilkomu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
Skólamál Ráðherra segir breytingar valda því að skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum tefjist.
Skólamál Ráðherra segir breytingar valda því að skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum tefjist. — Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Hólmfríður María Ragnhildard.

hmr@mbl.is

Skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum árin 2017 til 2021 tafðist vegna breytinga innan Stjórnarráðsins og mennta- og barnamálaráðuneytisins, sem og á framkvæmd verkefna vegna tilkomu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra til Morgunblaðsins.

Ráðherra lofaði umboðsmanni barna fyrir rúmum tveimur árum að leggja fram skýrsluna fyrir lok árs 2022.

Í svari til mbl.is segir að drög að skýrslunni liggi fyrir í ráðuneytinu og að hún sé á þingmálaskrá til fyrirlagningar á haustþingi.

Engin skýrsla í rúm fimm ár

Mennta- og barnamálaráðherra hefur ekki lagt fram skýrslu

...