Mark Gabi Portilho og Adriana skoruðu báðar í gærkvöldi.
Mark Gabi Portilho og Adriana skoruðu báðar í gærkvöldi. — AFP/Sylvain Thomas

Brasilía og Bandaríkin leika til úrslita í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum í París. Brasilía lagði heimsmeistara Spánar að velli, 4:2, í undanúrslitum í gærkvöld. Mörk Brasilíu skoruðu Gabi Portilho, Adriana og Kerolin auk þess sem Irene Paredes skoraði sjálfsmark. Salma Paralluelo skoraði bæði mörk Spánar.

Bandaríkin höfðu betur gegn Þýskalandi, 1:0, fyrr um daginn eftir framlengingu. Sophia Smith skoraði sigurmarkið á 95. mínútu.