Sigurður Már Jónsson
Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um ríkisstofnanir og einkaframtak í pistli á mbl.is og er tilefnið aðfinnslur eiganda lítils ferðaþjónustufyrirtækis sem verið hefur með starfsemi við Jökulsárlón um árabil.

Aðfinnslurnar komu fram í viðtali í Morgunblaðinu og snúa að því að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki veitt leyfi til starfseminnar nema til eins sumars í senn og að nú standi til að bjóða út reksturinn. Eigandi litla ferðaþjónustufyrirtækisins telur sig ekki hafa bolmagn til að keppa við stóra aðila í slíku útboði.

Sigurður Már segir að augljóslega sé „ríkisstofnunin Vatnajökulsþjóðgarður að þrengja mjög að starfsemi sem hafði orðið til úr engu“.

Þá segir hann að athygli veki að nú sé þjóðgarðurinn farinn að reyna að stýra viðskiptaþróun í garðinum og hafi boðið

...