„Þetta gekk mjög vel. Þetta hefur verið draumur lengi að opna svona safnkaffihús á Síldarminjasafninu og geta þá fyrst og fremst boðið upp á síld, sem skortir víða á Íslandi,“ segir Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði
Síldarkaffi Staðurinn var opnaður á laugardag við heimilislega viðhöfn.
Síldarkaffi Staðurinn var opnaður á laugardag við heimilislega viðhöfn. — Ljósmynd/Anita Elefsen

Egill Aaron Ægisson

egillaaron@mbl.is

„Þetta gekk mjög vel. Þetta hefur verið draumur lengi að opna svona safnkaffihús á Síldarminjasafninu og geta þá fyrst og fremst boðið upp á síld, sem skortir víða á Íslandi,“ segir Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Nýtt kaffihús opnaði á vegum safnsins á laugardag.

Kaffihúsið Síldarkaffi er staðsett í salthúsinu á Siglufirði. Er það 18. aldar pakkhús og nefnir Anita að búið sé að vinna að því

...