Knattspyrnumaðurinn Pablo Punyed, lykilmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í leik liðsins gegn Egnatia í Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í síðustu viku. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings staðfesti fregnirnar í samtali við Fótbolta.net í gær. Þátttöku Pablos á tímabilinu er þar með lokið.

Hin kanadíska Camryn Rogers vann sitt fyrsta ólympíugull þegar hún reyndist hlutskörpust í úrslitum sleggjukasts kvenna á Ólympíuleikunum í París í gærkvöld. Rogers, sem er ríkjandi heimsmeistari í greininni, kastaði lengst 76,97 metra og dugði það til sigurs.

Enska knattspyrnufélagið West Ham United hefur styrkt karlalið sitt til muna með tveimur öflugum leikmönnum. Á mánudag var tilkynnt um kaup á þýska sóknarmanninum Niclas Füllkrug frá

...