Fróðlegt og skemmtilegt var að lesa upprifjun Björns Bjarnasonar um helgina á því, af hverju nýr forseti tekur við 1. ágúst og hvers vegna haldin er þjóðhátíð ár hvert um verslunarmannahelgina, en þá er þess minnst að fyrir 150 árum var lagður grunnur að stjórnarskránni sem enn gildir hér á landi. Á Boðnarmiði dregur Ragnar S. Ragnarsson fram að á slíkum stundum sé farið yfir ráðlagða skammta í víndrykkju. Baldur Eiríksson frá Dvergsstöðum hafi ort um slíka iðju:

Þann sem ég veit veita

víst gist’ ég allþyrstur

hreifur ég skál skála

skírveigar stórteyga.

Meðan að gutl gutlar

galbrattur á smjatta.

Loksins ég full fullur

frá slaga þá dagar.

Syng ég á leiðum

...