Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera, segir ákvörðun Google um að draga í land í áætlunum um að banna þriðja aðila kökur (e. cookies) koma sér á óvart. Google hafði áður gefið það út að fyrirtækið hygðist…
Google ætlar að leyfa notendum að velja hvort þeir samþykka eða hafna vefkökum þriðja aðila. Það er stefnubreyting frá fyrri áætlunum fyrirtækisins.
Google ætlar að leyfa notendum að velja hvort þeir samþykka eða hafna vefkökum þriðja aðila. Það er stefnubreyting frá fyrri áætlunum fyrirtækisins. — AFP

Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera, segir ákvörðun Google um að draga í land í áætlunum um að banna þriðja aðila kökur (e. cookies) koma sér á óvart. Google hafði áður gefið það út að fyrirtækið hygðist leggja af notkun á kökum frá þriðju aðilum sem hefur aðstoðað við að gera upplifun notenda internetsins persónulegri.

Tryggvi segir mikilvægt að gera greinarmun á kökum frá annars vegar fyrstu aðilum og hins vegar þriðju aðilum.

„Ef við ímyndum okkur mbl.is, ef þið setjið ykkar eigin vefkökur til að safna upplýsingum þá eruð þið að vista það fyrir ykkur, í ykkar tilgangi og á ykkar vef. Þá eruð þið fyrstu aðilar því þið eigið vefinn og upplýsingarnar sem notandinn afhendir ykkur,“ segir hann.

„Ef þið setjið hins vegar kökur frá einhverjum

...