Sífellt fleiri alþjóðaflugvellir, sem áður voru einkum í opinberri eigu, eru einkavæddir og hefur sú þróun verið afgerandi hröðust í Evrópu. Á árunum 1990-2020 voru um 450 alþjóðaflugvellir einkavæddir, þar af 169 evrópskir
Flugstöð Keflavíkurflugvöllur.
Flugstöð Keflavíkurflugvöllur. — Morgunblaðið/Eggert

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Sífellt fleiri alþjóðaflugvellir, sem áður voru einkum í opinberri eigu, eru einkavæddir og hefur sú þróun verið afgerandi hröðust í Evrópu. Á árunum 1990-2020 voru um 450 alþjóðaflugvellir einkavæddir, þar af 169 evrópskir.

Umfangsmikil rannsókn á einkavæðingu flugvalla bendir til þess að ávinningur af einkavæðingu sé mikill, sér í lagi þegar innviðafjárfestingasjóðir fara með eignarhald. Skilvirkni, afköst og gæði aukast, auk þess sem aðgengi að fjármagni og þekking og reynsla sérhæfðra eigenda stuðla að árangursríkri innviðauppbyggingu.

Mikil uppbygging er hafin á Keflavíkurflugvelli en hún verður framkvæmd í áföngum næstu áratugina og krefst hundraða milljarða króna fjárfestingar.

Vel

...