Nanna Kristín Tryggvadóttir er nýr framkvæmdasstjóri Bestseller.
Nanna Kristín Tryggvadóttir er nýr framkvæmdasstjóri Bestseller. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Nanna Kristín Tryggvadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bestseller á Íslandi, sem rekur m.a. verslanir undir merkjum Selected, Vero Moda, Jack & Jones, Vila, barnafataverslunina Name It og íþróttaverslunina Jóa Útherja.

Nanna Kristín hefur undanfarið starfað sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, en fyrir það var hún framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Húsheildar Hyrnu. Þar áður starfaði hún í Landsbankanum, lengst af sem aðstoðarmaður bankastjóra.

Hún er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Duke-háskóla í Norður-Karólínu 2011, ásamt því að vera með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.