Sigríður G. Jósteinsdóttir fæddist í Birgisvík í Árneshreppi í Strandasýslu 2. október 1935. Hún lést á heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík 29. júlí 2024.

Foreldrar Sigríðar voru hjónin Jón Jósteinn Guðmundur Guðmundsson frá Birgisvík og Sumarlína Margrét Kristjánsdóttir frá Veiðileysu. Systkini Sigríðar eru: Svanlaug Una Jóhanna, f. 1930, d. 1979, Kristinn Páll Kristberg, f. 1932, d. 2010, Lára, f.1934, d. 2017, Kristján, f. 1936, d. 1953, Fanney, f. 1939, d. 2012, Rósa, f. 1942, Guðmundur, f. 1943, d. 1943, Sigrún Guðmunda, f. 1944, Elsa, f. 1946, Sóley, f. 1949, Guðrún, f. 1952, Kristín, f. 1954, Lilja, f. 1959, Guðmundur Reynir, f. 1960.

Eiginmaður Sigríðar var Guðmundur Björnsson, f. 18. júlí 1931 á Kleppustöðum. Foreldrar hans voru hjónin Björn Sigurðsson og Elín Sigurðardóttir. Sigríður og Guðmundur gengu í hjónaband hinn 13.

...