Kaffi Starbucks-kaffihús í New York. Opna á slíkt kaffihús hér.
Kaffi Starbucks-kaffihús í New York. Opna á slíkt kaffihús hér.

Berjaya Food International (BFI) stefnir að því að opna Starbucks-kaffihús á Íslandi fyrri hluta næsta árs. Þetta kemur fram í svari BFI við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Eins og fram kom í umfjöllun mbl.is um helgina hefur BFI tryggt sér rekstrarréttinn á Íslandi, í Danmörku og Finnlandi. Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla um helgina kemur fram að BFI ætli sér stóra hluti í norrænu ríkjunum þremur.

Í svari BFI við fyrirspurn blaðsins segir enn fremur að þessi stækkun á starfseminni sé stór áfangi fyrirtækið. Það komi nú þegar að rekstri hótela á Íslandi. Gefi sá rekstur þeim betri innsýn inn í markaðinn hér þegar kemur að opnun kaffihúsakeðjunnar.

Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja í heimi, en fyrsta kaffihúsið opnaði árið 1971 í Seattle. Árið 2023 rak keðjan 38.038 kaffihús í

...