Ófarir Vals héldu áfram þegar KA hafði betur, 1:0, í leik liðanna í 17. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Akureyri í gærkvöldi. Valur hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og heldur kyrru fyrir í þriðja sæti þar sem liðið er með 28 stig
Úlfarsárdalur Djenairo Daniels og Daníel Laxdal eigast við í leik Fram og Stjörnunnar þar sem Daniels skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fram.
Úlfarsárdalur Djenairo Daniels og Daníel Laxdal eigast við í leik Fram og Stjörnunnar þar sem Daniels skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fram. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Besta deildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Ófarir Vals héldu áfram þegar KA hafði betur, 1:0, í leik liðanna í 17. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Akureyri í gærkvöldi.

Valur hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og heldur kyrru fyrir í þriðja sæti þar sem liðið er með 28 stig.

Gott gengi KA heldur hins vegar áfram, sem er í áttunda sæti með 22 stig og fallbaráttan orðin fjarlæg minning. Akureyringar eru taplausir í síðustu sjö deildarleikjum sínum, þar af eru fimm sigurleikir.

Viðar Örn Kjartansson reyndist hetja KA þegar hann stýrði misheppnuðu skoti Daníels Hafsteinssonar fyrir utan vítateig í netið af stuttu færi skömmu áður en

...