Um 200 manns mættu á setningu Hinsegin daga í gær þegar málaður var regnbogi fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna '78 og Tjarnarinnar við lóð Austurbæjarskóla. Hrefna Þórarinsdóttir, forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar, Einar…
— Morgunblaðið/Eggert

Um 200 manns mættu á setningu Hinsegin daga í gær þegar málaður var regnbogi fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna '78 og Tjarnarinnar við lóð Austurbæjarskóla. Hrefna Þórarinsdóttir, forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Snæ Humadóttir, hinsegin ungmenni sem sækir Hinsegin félagsmiðstöðina, fluttu ávörp við setninguna. Hrefna og Snæ töluðu um mikilvægi Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Snæ talaði um hvað það væri mikilvægt að tilheyra og sagðist aldrei missa af opnun í Hinsegin félagsmiðstöðinni. Að sögn Helgu Haraldsdóttur, formanns Hinsegin daga, er Hinsegin félagsmiðstöðin ein sinnar tegundar í Reykjavík en samt sem áður fjölsóttasta félagsmiðstöð borgarinnar.