„Það mætti kannski kalla slagverkið hljóðfæri nútímans. Það er gífurlega mikið að gerast í faginu núna,“ segir Áskell Másson tónskáld í samtali við Morgunblaðið um plötuna Morse Code sem verk hans eru í forgrunni á
Nýjungar „Það er verulega mikið af ungu fólk sem er að gera slíka hluti að maður trúir því varla,“ segir Áskell.
Nýjungar „Það er verulega mikið af ungu fólk sem er að gera slíka hluti að maður trúir því varla,“ segir Áskell. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

„Það mætti kannski kalla slagverkið hljóðfæri nútímans. Það er gífurlega mikið að gerast í faginu núna,“ segir Áskell Másson tónskáld í samtali við Morgunblaðið um plötuna Morse Code sem verk hans eru í forgrunni á. Tónverkin á plötunni flytur bandaríski slagverksleikarinn Michael Sammons og eru þau öll helguð sneriltrommunni sem hljóðfæri. Platan kom út fyrr í sumar og er gefin út af bandaríska plötufyrirtækinu Equilibrium Records.

En ég er trommari!

„Við vorum búnir að vera að ræða heilmikið saman en ég hafði samt ekki hugmynd um að Mike væri sérfræðingur í því að spila á trommur. Ég hélt einfaldlega að hann væri Marimbu-leikari af því að ég hafði heyrt til hans þannig og hann er alveg afburðatónlistarmaður

...