Giuseppe di Stefano hafði gríðarleg áhrif á sönglistina.
Söngstjörnur Giuseppe di Stefano (t.h.) ásamt Mariu Callas á Schiphol-flugvellinum í Hollandi 9. desember 1973.
Söngstjörnur Giuseppe di Stefano (t.h.) ásamt Mariu Callas á Schiphol-flugvellinum í Hollandi 9. desember 1973. — Ljósmynd/Dutch National Archives, Wikimedia

Tónlist

Magnús Lyngdal

Magnússon

Giuseppe di Stefano – eða Pipo – fæddist í Motta Sant‘ Anastasia á Sikiley árið 1921 og lést í hárri elli árið 2008 en þá hafði hann búið um skeið við vanheilsu í kjölfar fólskulegrar árásar sem hann varð fyrir í Kenía fyrir sléttum 20 árum (2004), þar sem fjölskylda hans átti sumardvalarstað. Hann fluttist ungur með fjölskyldu sinni til Mílanó þar sem hann ólst upp. Sönghæfileikar hans komu snemma í ljós og sextán ára gamall hóf hann söngnám og vann þegar til verðlauna í nokkrum smærri keppnum. Árið 1941 komst hann að sem nemandi hjá ítalska barítónsöngvaranum Luigi Montesanto en var kvaddur í herinn áður en til þess kæmi að hann gæti hafið nám. Fyrir mildi var di Stefano hlíft við veru á austurvígstöðvunum – sennilega vegna sönghæfileikanna – og árið 1943 flúði hann

...