” Á samspil rannsóknarfréttaframleiðslu og tjáningarfrelsi starfsmanna stjórnsýslunnar mun reyna á fyrir Hæstarétti Íslands á komandi mánuðum.

Lögfræði

Birgir Már Björnsson

Hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu og kennari í skuldaskilarétti við Háskólann í Reykjavík.

Samkvæmt 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994 er réttur manna til tjáningar skoðana sinna og sannfæringar verndaður hér á landi. Hver maður á því rétt á að láta í ljós skoðanir sínar en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Á grunni þessa tjáningarfrelsis og sérlaga sem þeim tengjast starfa fjölmiðlar sem jafnan eru taldir njóta rúms tjáningarfrelsis við störf sín.

Nokkuð hefur borið á umræðu um tjáningarfrelsi starfsmanna stjórnsýslunnar síðustu daga en almennt hefur verið talið að starfsmenn stjórnsýslunnar hafi tjáningarfrelsi til að tjá sig

...