Hjördís Ágústsdóttir Briem fæddist á Akureyri 2. nóvember 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 23. júlí 2024.

Faðir hennar var Ágúst Kvaran, f. 16.8. 1894, d. 30.1. 1983, stórkaupmaður, leikari og leikstjóri á Akureyri, og móðir Þórlaug Guðný Björnsdóttir, f. 31.3. 1907, d. 23. 7. 1999, húsfreyja á Akureyri. Systur Hjördísar, sammæðra, eru Guðbjörg Margrét Stella Möller, f. 26.2. 1939, og Aðalheiður Ingibjörg Mikaelsdóttir, f. 6.2. 1945. Systkini Hjördísar, samfeðra, eru Þórdís Edda Ágústsdóttir Kvaran, f. 21.8. 1920, d. 21.2. 1981, Axel Kvaran, f. 7.1. 1932, d. 12.4. 2020, og Anna Lilja Kvaran, f. 28.10. 1935.

Þann 6. nóvember 1954 giftist Hjördís Gunnlaugi E. Briem, f. 8.11. 1922, d. 1.1. 2014, sakadómara í Reykjavík og síðar yfirsakadómara í Reykjavík. Börn Hjördísar og Gunnlaugs eru: 1) Valgerður Margrét, f. 9.7. 1956. Eiginmaður

...