Líklegast er að margþætt samspil gufuvirkni og mikillar úrkomu hafi valdið því að aurskriða rann fram á þeim stað og þeim tíma sem raun varð úr hlíðinni suðaustan við Skíðaskálann í Hveradölum um miðjan júlí
Hveraleir Þráinn við skriðuna sem tók úr hlíðinni um miðjan júlí.
Hveraleir Þráinn við skriðuna sem tók úr hlíðinni um miðjan júlí. — Morgunblaðið/Eggert

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Líklegast er að margþætt samspil gufuvirkni og mikillar úrkomu hafi valdið því að aurskriða rann fram á þeim stað og þeim tíma sem raun varð úr hlíðinni suðaustan við Skíðaskálann í Hveradölum um miðjan júlí. Þetta segir Þráinn Friðriksson, jarðfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, en hann hefur skoðað verksummerki við skriðuna

...