Ari hafði hugmyndir Michael Porter um að ákveða þurfi hvað maður ætlar ekki að gera og verða svo bestur í því sem maður ætlar að gera, til hliðsjónar í skipulagsbreytingunum. Það sé Origo nú búið að gera.
Ari hafði hugmyndir Michael Porter um að ákveða þurfi hvað maður ætlar ekki að gera og verða svo bestur í því sem maður ætlar að gera, til hliðsjónar í skipulagsbreytingunum. Það sé Origo nú búið að gera. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur selt Applicon, sænskt dótturfélag sitt, til norska tæknifyrirtækisins Pearl Group, stærsta samstarfsaðila þýska hugbúnaðarrisans SAP á Norðurlöndum. Kaupverðið er trúnaðarmál. Applicon hefur síðustu misseri sérhæft sig í SAP-bankalausnum á sænska markaðnum.

Jafnframt verður SAP viðskipta- og bankalausnum Origo á Íslandi komið fyrir í nýju íslensku félagi, Pearl Iceland ehf., sem verður alfarið í eigu Pearl Group. 400 manns vinna hjá Pearl Group. Félagið er með starfsemi í sjö löndum og þjónustar mörg af helstu stórfyrirtækjum Norðurlanda. Breytingarnar taka gildi 1. október.

Finna ekki fyrir breytingum

Ari Daníelsson forstjóri Origo segir í samtali við ViðskiptaMoggann að íslenskir viðskiptavinir sem notað hafa SAP- og bankalausnir Origo muni ekki finna fyrir neinum breytingum.

...