Fresta þurfti leik HK og KR, síðasta leik 17. umferðar í Bestu deild karla í knattspyrnu, í gærkvöldi af ansi óvenjulegum ástæðum. Stuttu áður en leikurinn átti að hefjast klukkan 19.15 kom í ljós að annað markið í Kórnum í Kópavoginum væri brotið

Besta deildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Fresta þurfti leik HK og KR, síðasta leik 17. umferðar í Bestu deild karla í knattspyrnu, í gærkvöldi af ansi óvenjulegum ástæðum.

Stuttu áður en leikurinn átti að hefjast klukkan 19.15 kom í ljós að annað markið í Kórnum í Kópavoginum væri brotið. Þá voru góð ráð dýr og hófu starfsmenn HK að reyna að laga markið.

Þær tilraunir báru ekki tilætlaðan árangur og var þá brugðið á það ráð að koma marki af æfingavelli HK utan við Kórinn inn í höllina. Kom á daginn að það mark stóðst ekki kröfur og virtist þar að auki ekki passa nægilega vel á vellinum.

Arnar Þór Stefánsson dómari sá sér því ekki neinn annan kost í stöðunni en að

...