Gömlu vegbrúnni yfir Stóru-Laxá verður breytt í reiðbrú. Brúin stendur við hlið nýju brúarinnar yfir ána sem formlega var tekin í notkun á síðasta ári. Vegagerðin og sveitarfélögin Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur gerðu í júní…
Brú Yfirlitsmynd af Stóru-Laxá og brúnum sem liggja yfir hana.
Brú Yfirlitsmynd af Stóru-Laxá og brúnum sem liggja yfir hana. — Kort/Vegagerðin

Gömlu vegbrúnni yfir Stóru-Laxá verður breytt í reiðbrú. Brúin stendur við hlið nýju brúarinnar yfir ána sem formlega var tekin í notkun á síðasta ári.

Vegagerðin og sveitarfélögin Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur gerðu í júní samning um yfirfærslu eldri brúarinnar frá Vegagerðinni til sveitarfélaganna.

Meðan á framkvæmdum við nýju brúna stóð hófust viðræður á milli Vegagerðarinnar og fyrrgreindra sveitarfélega um mögulegt nýtt hlutverk eldri vegbrúar yfir Stóru-Laxá. Vegagerðin kallaði árið 2021 eftir athugasemdum sveitarfélaganna við að eldri brúin yrði nýtt sem reið- og gönguleið. Erindið var tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi Hrunamannahrepps í apríl 2021, þar tók sveitarstjórn jákvætt í erindið og fól sveitarstjóra að ræða við Vegagerðina um yfirtökuna að gefnum ákveðnum forsendum um

...