Spænska lögreglan leitaði í gær ákaft að Carles Puigdemont, leiðtoga katalónskra aðskilnaðarsinna, eftir að hann birtist óvænt aftur á Spáni, þrátt fyrir að vera enn eftirlýstur þar. Puigdemont var forseti Katalóníuhéraðs árið 2017 þegar…
Katalónía Puigdemont mætti til fundarins ásamt fylgdarliði.
Katalónía Puigdemont mætti til fundarins ásamt fylgdarliði. — AFP/Manaure Quintero

Spænska lögreglan leitaði í gær ákaft að Carles Puigdemont, leiðtoga katalónskra aðskilnaðarsinna, eftir að hann birtist óvænt aftur á Spáni, þrátt fyrir að vera enn eftirlýstur þar.

Puigdemont var forseti Katalóníuhéraðs árið 2017 þegar aðskilnaðarsinnar reyndu að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins og hefur hann verið í útlegð síðan þá. Spænska þingið samþykkti í lok maí lög um sakaruppgjöf gagnvart þeim sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingunni, en Hæstiréttur landsins úrskurðaði í kjölfarið að lögin næðu ekki yfir mál Puigdemonts.

Puigdemont birtist í gær óvænt á samkomu aðskilnaðarsinna við héraðsþing Katalóníu í Barcelona og ávarpaði þar mannfjöldann í stutta stund. Puigdemont hrópaði m.a. „Lengi lifi Katalónía“ og sagðist hafa mætt til þess að minna á að aðskilnaðarsinnar væru enn til staðar, áður en hann hvarf aftur

...