„Ragnar Jónasson er enginn venjulegur ­rithöfundur,“ segir Mark Sanderson, gagnrýnandi The Times, í dómi um Hvítadauða sem kemur út í Bretlandi þann 22
Ragnar Jónasson
Ragnar Jónasson

„Ragnar Jónasson er enginn venjulegur ­rithöfundur,“ segir Mark Sanderson, gagnrýnandi The Times, í dómi um Hvítadauða sem kemur út í Bretlandi þann 22. ágúst. Þá valdi iPaper Hvítadauða sem eina af bestu bókum sem koma út í mánuðinum þar í landi. Hvítidauði var fyrst gefin út hérlendis árið 2019 en Ragnar sendi frá sér framhaldið af henni, Hvítalogn, í fyrra. Victoria Cribb þýddi Hvítadauða á ensku.

Sanderson segir í The TimesHvítidauði sé hugvitssamlega skrifuð og taugatrekkjandi og bætir síðan við: „Það mun jafnvel koma aðdáendum Agöthu Christie og félaga í opna skjöldu hvernig þetta fer allt saman. Og aðdáendur Ragnars munu fagna því að hitta aftur lögreglukonuna Huldu sem er aðalpersónan í hinum meistaralega þríleik hans,“ skrifar

...