Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Virðingin fyrir skóladótinu er orðin engin,“ sagði grunnskólakennari við mig í sumar þegar við ræddum um gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum landsins. „Ég skil hugsunina og hugmyndin er falleg, en þegar þau eiga hlutina ekki sjálf hverfur tilfinningin fyrir ábyrgð,“ bætti hún við.

Æ oftar heyrir maður efasemdir meðal kennara, starfsmanna skólanna og sveitarstjórnarfólks um það hvort við séum á réttri leið með gjaldfrjáls námsgögn sveitarfélaganna. Það er mikilvægt að stuðla að jöfnum tækifærum óháð stöðu, en er besta leiðin að því markmiði að hafa allt frítt fyrir alla?

Nú hefur Hafnarfjörður ákveðið að falla frá ókeypis námsgögnum. Skólarnir safna of miklu magni af ónotuðum námsgögnum og börn koma heim með fullar töskur úr skólanum af ritföngum og öðru sem þau hafa ekki notað. Þessi saga endurtekur sig á hverju ári með tilheyrandi kostnaði

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir